Á kjörskrá í Vestmannaeyjum eru 3027 kjósendur. Kjörstaður verður í Barnaskóla Vestmannaeyja, kjörfundur hefst kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 22.00 að kveldi sama dags. Þrír listar eru í boði, listi Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vestmanneyjalistans. Færri hafa kosið utan kjörfundar en undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum frá Ágústu Friðriksdóttur, ritara sýslumanns, höfðu 184 kosið utan kjörfundar á miðvikudagsmorgun en til samburður höfðu 375 kosið að morgni 24. maí, þremur dögum fyrir kjördag 27. maí 2006.