Hélt fyrst að þetta væri grín
lotto
Mynd/samsett

Fyrsti vinningurinn í Lottó um síðustu helgi hljóðaði upp á heilar 172.467.020 krónur og var hann sá stærsti hingað til. Af þeim 16.892 vinningshöfum sem fengu vinninga voru tveir spilarar þó heppnastir allra er þeir skiptu með sér sjöföldum fyrsta vinningi og hlutu hvor um sig rúmlega 86,2 skattfrjálsar milljónir, segir í tilkynnnigu frá Íslenskri Getspá.

„Þetta slekkur alveg á húsnæðisláninu“ var það fyrsta sem tæplega fimmtug hjón sögðu er þau mættu í Laugardalinn með vinningsmiðann en fjölskyldan sem býr á höfuðborgarsvæðinu hafði keypt miðann góða í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. „Við erum búin að vera á leiðinni að endurnýja bíllinn í einhvern tíma svo það verður einnig klárað núna og svo verðum maður alveg að leyfa sér að leika sér smá“ sögðu vinningshafarnir brosandi, annars sögðu þau tilfinninguna vera algjörlega ólýsanlega og hvorugt þeirra varla enn farin að trúa þessu.

Hinn vinningshafinn, rétt rúmlega fimmtugur fjölskyldufaðir, hafði keypt sinn miða í appinu. Helgin var þéttbókuð og því hafði hann hvorki hugsað meira út í miðann né munaði eftir því að segja konu sinni frá miðakaupunum. Hann hafði því enga hugmynd um vinninginn. „Ég var eiginlega á báðum áttum hvort ég ætti að svara þar sem ég kannaðist ekkert við númerið,“ sagði hann og hló. „Svo þegar ég svaraði og fréttirnar komu, þá hélt ég nú fyrst að þetta væri grín. Ég átti alls ekki von á þessum fréttum, bara aldrei. Vinningurinn kemur á afar hentugum tíma, þar sem fjölskyldan er búin að vera að reyna leggja pening til hliðar síðustu mánuði fyrir stórum viðburði á næsta ári og núna allt í einu er til fyrir honum öllum en fyrst af öllu verður að greiða upp lánin“ sagði vinningshafinn glaður.

Í tilkynningunni er vinningshöfunum báðum óskað innilega til hamingju og um leið þakkað fyrir veittan stuðning – sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu, þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

 

Nýjustu fréttir

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins
Bærinn í samstarf við Markaðsstofu Suðurlands
Alex Freyr Hilmarsson íþróttamaður Vestmannaeyja
Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.