Fyrst um sinn verður rigning eða slydda en síðan gæti hafist éljagangur. Í kvöld og í nótt á svo að lægja, fyrst sunnanlands. Hitinn verður á bilinu 0-5 stig samkvæmt spám Veðurstofunnar. Á morgun á svo að hvessa aftur með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi. Verður svo hlýnandi veður og má búast við asahláku. Á mánudag og þriðjudag er áfram útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestanlands og mildu veðri.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að hálkublettir séu á Hellisbeiði og Mosfellsheiði. �?á er þæfingur á Lyngdalsheiði og í Efri Grafningi. Vegir eru þó víðast auðir á Suðurlandi. Á láglendi við Faxaflóa og á Snæfellsnesi eru vegir að miklu leyti auðir en færðin verri á fjallvegum. Flughált er á Holtavörðuheiði, snjóþekja á Bröttubrekku, hálkublettir á Vatnaleið en Fróðárheiði er ófær. Hálka, krapi og snjóþekja er víða við Breiðafjörð og á Vestfjörðum og sums staðar snjókoma eða él. Kleifaheiði er þungfær og þar er hvassviðri. �?æfingsfærð er bæði á �?röskuldum og Steingrímsfjarðarheiði.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.