Áætlað er að Herjólfur IV fari í slipp 8. október í Hafnafirði.
Gert er ráð fyrir að ferjan verði frá í 3 vikur ef ekkert óvænt kemur upp og mun Herjólfur III leysa af á meðan.
Um er að ræða hefðbundinn slipp, þar sem hefðbundin slippverk verða unnin ásamt verkum sem þarf að framkvæma á meðan ferjan er ekki í áætlun.
Stærstu verkin eru að skipt verður út landfestar spilum ásamt því að bílaþilfarið verður sandblásið að hluta og málað.
Starfsfólk Herjólfs mun upplýsa farþega um gang mála.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst