Ákveðið er að Herjólfur siglir til �?orlákshafnar á eftir og er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 15:30 og brottför frá �?orlákshöfn klukkan 19:15.
Eins og venjulega eiga farþegar að mæta 30 mínútum fyrir brottför og eru þeir beðnir um að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, á facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpi R�?V.
Ekkert hefur verið flogið til Eyja í morgun og hefur flugfélagið Ernir aflýst öllu flugi í dag.
Veðurspáin er: Suðvestan 13-18 metrar og éljagangur, en 20-25 NV-lands. Dregur smám saman úr vindi í dag, en snýst í norðaustan 13-18 á Vestfjörðum. Norðan og norðvestan 8-15 og él á morgun, hvassast á Vestfjörðum, en úrkomulítið A-lands. Frost víða 0 til 5 stig, en sums staðar frostlaust við S- og A-ströndina.