Herjólfur siglir ekki seinni ferð sína til Þorlákshafnar í dag eins og áætlun segir til um. Ástæðuna þarf vart að tilgreina, en veðurhæðin er slík, að best er að halda sig heima. 45 metrar meðalvindur er á Stórhöfða og ölduhæð við Surtsey 7.2 metrar og 4.4 á dufli við Land-Eyjahöfn.