Hermann frá næstu tvær til þrjár vikurnar
2. janúar, 2007

�?etta lá fyrir á milli jóla og nýárs en Alan Pardew, knattspyrnustjóri Charlton, lagði hart að Hermanni að spila gegn Aston Villa á laugardaginn. Hermann var sprautaður vegna meiðslanna fyrir leikinn og í hálfleik og náði að spila allan tímann. �?að skilaði árangri því á lokamínútu leiksins lagði Hermann upp sigurmark Charlton, 2:1, með því að vinna skallaeinvígi af miklu harðfylgi og skalla boltann á Bryan Hughes sem skallaði hann í netið.

Auk leiksins við Arsenal missir Hermann af bikarleik gegn Nottingham Forest á laugardaginn kemur og ólíklegt er að hann nái næsta deildarleik sem er heima gegn Middlesbrough 13. janúar.

*Rúrik Gíslason, unglingalandsliðsmaðurinn hjá Charlton, er í 17 manna hópi sem í gær var tilkynntur fyrir leikinn gegn Arsenal í kvöld.

www.mbl.is greindi frá.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst