Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður Portsmouth á Englandi, á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu eftir að hafa verið gómaður á 174 kílómetra hraða þann þriðja október síðastliðinn. Þann sama dag vann Portsmouth 1:0 sigur á Wolves í ensku deildinni.