Todmobile fagnar um þessar mundir 25 ára afmæli með því að halda fjölda tónleika um allt land. Um er að ræða fjórðu skipulögðu tónleikaferð Todmobile um landið á 25 ára ferli en segja má að Todmobile hafi verið ein af fyrstu íslensku hljómsveitunum sem lagði í metnaðarfullar tónleikaferðir á sínum tíma.
�?tlunin er að leika á 10 tónleikum um land allt í október og nóvember en lokahluti ferðarinnar verður þó á nýju ári. Fyrstu tónleikarnir verða í Vestmannaeyjum, nánar tiltekið á Háaloftinu og til að taka af allan vafa er hér rætt um tónleika, en ekki dansleiki.
Todmobile hefur líklega hvergi leikið jafnoft á tónleikum eins og í Vestmannaeyjum, ef frá eru skildar Reykjavík og Akureyri. Fyrstu tónleikar Todmobile í Eyjum voru á fyrstu tónleikahringferðinni um landið, árið 1991, í stóra salnum í Samkomuhúsinu á Vestmannabraut. Skömmu síðar fylgdu aðrir á sama stað, tónleikar á vegum Framhaldsskólans hvar fulltrúar frá �?jóðhátíðarnefnd fengu stúkusæti og réðu bandið í kjölfarið á �?jóðhátíð 1992. �?egar Todmobile hélt í sína aðra hringferð um landið árið 1993 var Samkomuhúsið þá aftur viðkomustaður þótt annars konar starfsemi hafi þá haldið innreið sína í það fróma hús. 1996 varð Íþróttahúsið í Eyjum heimavöllur tónleika og árið 2001 var það Höllin fyrir ofan malarvöllin við Löngulág. Herjólfsdalur á �?jóðhátíð 2006 og Höllin líklega amk í tvígang ef ekki þrígang á nýrri öld. Að ótöldum fjölmörgum dansleikjum í Eyjum á þessu 25 árum.
Á tónleikaferðinni i ár hyggst Todmobile spila öll sín þekktustu lög en mun læða inn tveimur eða þremur af væntanlegri áttundu plötu sveitarinnar. Todmobile skipa þau Andrea Gylfadóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, �?orvaldur Bjarni �?orvaldsson, Eiður Arnarsson, �?lafur Hólm, Kjartan Valdemarsson og bakraddasöngkonan Alma Rut.
Forsala er í Tvistinum og hvetjum við Eyjamenn til að tryggja sér miða í tíma, hver veit nema þú grípir í tómt ef þú geymir það of lengi.
Við hlökkum til að sjá sem flesta af okkar tryggu áhangendum á Háaloftinu, um leið og við þökkum frábæran stuðning í 25 ár.
Todmobile