Ég flutti til Vestmannaeyja á 12. ári með einstæðri móður, engan veginn sátt með þá ráðstöfun á þeim tíma. Í dag er ég mömmu guðslifandi fegin að hafa haft kjark að flytja frá sínu stuðningsneti í þetta öfluga eyjasamfélag sem tók henni og mér opnum örmum og mótaði mig í þann einstakling sem ég er í dag.
Ég þekki hvaða kostum sveitarfélagið býr yfir, að hér leynast óþrjótandi tækifæri og hver verðmætin í samheldninni eru þegar á reynir. Ég vil ólm að fleiri átti sig á þeim möguleikum sem þetta samfélag hefur upp á að bjóða og veit að það á mikið inni.
Það hafa verið forréttindi og ég er þakklát því trausti sem mér hefur verið sýnt á yfirstandandi kjörtímabili þegar ég tók nokkuð óvænt að mér leiðtogahlutverk flokksins. Það hefur vissulega verið krefjandi tímabil en fyrst og fremst lærdómsríkt og gefandi. Ég er stolt af breiðum hóp fulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem hefur unnið vel saman, lagt sig fram, verið raunverulegt og áberandi aðhald við meirihluta, unnið að sóknartækifærum samfélagsins ásamt hagsmunagæslu gagnvart ríkisvaldinu.
Ég hef áhuga á samfélaginu, áralanga reynslu og þekkingu úr sveitarstjórn sem ég vil nýta áfram í þágu sveitarfélagsins. Ég hef því ákveðið að bjóða fram krafta mína í þjónustu fyrir samfélagið og sækist eftir að leiða áfram lista Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum og gef því kost á mér í 1. sæti í prófkjöri flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ég tel framtíð Vestmannaeyja best borgið nú sem áður undir styrkri forystu Sjálfstæðisflokksins og vil leggja mitt af mörkum til að sú verði raunin.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Bæjarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.