Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Íslandsbanki og lykilaðilar hafa þegar greitt hlutafé
Hlutafjáraukning Eyjaganga er langt komin. Til stendur að hefja rannsóknir í mars.

Aðsend grein

frá Eyjagöngum ehf.

Félagið Eyjagöng ehf., sem undirbýr gerð jarðganga á milli lands og Eyja, hefur tryggt sér stóran hluta af 200 milljóna króna fjármögnunarmarkmiði sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir jafnframt að ólíkt mörgum öðrum þróunarverkefnum, er hér ekki einungis um loforð að ræða, því lykilfjárfestar hafa þegar gengið frá greiðslu á hlutafé sínu. Félagið var stofnað fyrir 2 mánuðum og mun hefja framkvæmdir í mars.

Í hópi þeirra sem þegar hafa gerst hluthafar er Íslandsbanki, en aðkoma bankans er talin mikilvægur gæðastimpill á verkefnið. Þá hafa burðarásar í atvinnulífi Vestmannaeyja, Ísfélag og Vinnslustöðin, þegar greitt fyrir sína hlutdeild, ásamt Vestmannaeyjabæ og Rangárþingi eystra. Aðaleigendur og stofnendur Laxeyjar í gegnum Sion ehf. og DVG Fasteignafélag eru einnig komnir í hluthafahópinn.

Í tilkynningunni er haft eftir Árna Sigfússyni, formanni félagsins að það sendi sterkt merki inn í viðskiptalífið að þessir öflugu aðilar séu ekki bara að styðja verkefnið í orði, heldur séu þeir þegar búnir að leggja fram fjármagnið. „Með Íslandsbanka og helstu atvinnufyrirtæki svæðisins í hluthafahópnum er ljóst að trúin á verkefnið er mikil. Við erum nú að klára viðræður við væntanlega fjárfesta í þessari lotu.“

Stefnt er að því að ljúka hlutafjáraukningunni á næstu vikum, segir að endingu í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót fram undan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.