ÍBV-íþróttafélag er búið að skipuleggja hópferð á bikarúrslitaleik ÍBV og Vals í kvennaflokki næstkomandi laugardag. Innifalið eru ferðir með Herjólfi, rútuferðir til og frá Þorlákshöfn og miði á leikinn fyrir aðeins þrjú þúsund krónur. Dagskrá hópferðarinnar má sjá hér að neðan.