Heimsmeistaramótið í Gúrku var haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum í gær. Mótið var í boði Vina Ketils bónda og voru 75 þátttakendur skráðir til leiks. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Vinanna.
Heimsmeistari í GÚRKU árið 2025 er Hreggviður Óli Ingibergsson og er hann jafnframt fyrsti heimsmeistarinn á þessu sviði. Við óskum Hregga til hamingju með sigurinn og hlökkum til að sjá hann spila í jakkanum á næsta ári!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst