KFS sigraði Vængi Júpíters með fimm mörkum gegn þremur í miklum rokleik á laugardaginn. Gauti �?orvarðarson hélt uppteknum hætti og skoraði þrjú mörk, Guðjón �?lafsson gerði eitt en það gerði Tryggvi Guðmundsson líka. Tryggvi er nú orðinn næstmarkahæsti íslenski leikmaðurinn frá upphafi. Hann er því kominn með fleiri mörk en Valdimar K. Sigurðsson og vantar einungis fimm mörk í það að komast yfir Vilberg Jónasson sem er með 217 mörk. �?essi 213 mörk Tryggva dreifast vel út um Norðurlöndin en 151 þeirra hafa komið á Íslandi og 62 í Noregi og Svíþjóð.
Við heyrðum aðeins hljóðið í Tryggva og spurðum hann nokkurra spurninga. Nú ert þú orðinn næst markahæsti íslenski leikmaðurinn frá upphafi. Stefnan hlýtur að vera sett á það að verða sá markahæsti eða hvað?
�??�?að er alltaf gaman að svona extra gulrótum. �?g fer nú samt ekki í leiki hugsandi um einhver met. �?g veit að sem sóknarmiðjumaður þá mun ég líklega fá mín tvö til þrjú færi í hverjum leik og bara um að gera að vera kaldur og nýta þau. En mitt hlutverk er auðvitað líka að leggja upp og ég á nú einmitt stóran þátt í þessum 15 mörkum Gauta í sumar,�?? sagði Tryggvi en hann og Gauti �?orvarðarson hafa náð einkar vel saman í sumar. Báðir hafa þeir skorað fimmtán mörk og eru því tveir markahæstu leikmenn landsins í öllum deildum á þessari leiktíð.
Tryggvi segir það vera erfitt að velja eitt uppáhalds mark af þessum 213. Hann nefnir þó eitt mark sem var beint úr aukaspyrnu í Frostaskjólinu árið 2011 en þá lék Tryggvi með ÍBV gegn KR-ingum.
Viðtalið allt má finna í Eyjafréttum.