Hvað á að kjósa
eftir Guðna Hjörleifsson
Gudni Hjoll Ads L
Guðni Hjörleifsson

Nú hefur verið stillt upp hjá Miðflokknum. Sitt sýnist hverjum og eðlilega eru ekki allir sáttir. Á Suðurlandi hefur verið ákveðið að bjóða fram blandaðan hóp af fólki með reynslu og kröftugu fólki með góða framtíðarsýn.

Af því fólki langar mig að nefna vinkonu mína hana Heiðbrá Ólafsdóttir sem er í öðru sæti. Heiðbrá er bóndi í Landeyjum, lögfræðimenntuð og hún er verulega frambærileg, klár og dugleg. Ég hef verulega trú á því að ef hún kemst inn á þing muni hún gera góða hluti þar. Í fjórða sæti er svo ungur og efnilegur Sandgerðingur að nafni Kristófer Máni Sigursveinsson sem er formaður ungliðahreyfingarinnar Gullbrá í Suðurkjördæmi. Mig grunar að sá drengur eigi framtíðina fyrir sér í stjórnmálum.

Persónulega horfi ég samt mest til þess fyrir hvað Miðflokkurinn stendur. Fyrir það að vera flokkurinn sem hefur lengi staðið einn í lappirnar í málum eins og innflytjendamálum, orkumálum o.fl. Sigmundur Davíð hefur staðið keikur í öllu því sem á honum hefur dunið og því treysti ég honum best til að rétta af þjóðarskútuna. En það gerist að sjálfsögðu ekki nema að við stöndum saman og setjum X við M. Allt annað en X-M er leið aftur til fortíðar og það viljum við ekki endurtaka.

 

Kveðja. Guðni Hjöll Eyjapeyji.

 

 

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.