Jórunn Einarsdóttir, 6. sæti á lista Vinstri grænna:
�?�?að sem brýnast er fyrir Vestmannaeyjar eru samgöngur. �?að þarf að klára rannsóknir á jarðgöngum áður en endanleg ákvörðun um framtíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar verður tekin. Hins vegar liggur á að bæta núverandi samgöngur og það verður gert með nýrri og hraðskreiðari ferju sem siglir á milli Vestmannaeyja og �?orlákshafnar á tveimur klukkutímum og fer þrjár ferðir á dag. Einnig finnst mér að ríkið verði að auka fjármagnsúthlutun sína til sveitarfélaga.�?
Árni Johnsen, 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins:
�?�?að er langbrýnast að tryggja strax annað skip og þrjár ferðir á dag. �?að þarf að klára úttekt á jarðgöngum sem klárast í júní og það er raunhæft að taka ákvörðun um næsta stóra skref í samgöngum í árslok. �?að munu hins vegar alltaf líða fjögur til fimm ár áður en það verkefni verður að fullu klárað. �?á þarf að tryggja að sjúkraflugvél verði áfram staðsett í Vestmannaeyjum, þrjár áætlunarferðir í flugi á dag og möguleika á stórskipahöfn í Eyjum, annað hvort inni á Eiði eða í Skansfjöru.�?
Hanna Birna Jóhannsdóttir, 3. sæti á lista Frjálslynda flokksins:
�?Samgöngumál og atvinnumál eru þau tvö mál sem ég tel brýnast að bæta fyrir Vestmannaeyjar. �?au tengjast líka þar sem við höfum ekkert við nýtt skip að gera ef atvinnutækifærin eru engin og við viljum að betri samgöngur skili auknum atvinnutækifærum. Við höfum sagt það í Frjálslynda flokknum að nýtt, hraðskreiðara og stærra skip er rétta lausnin fyrir Vestmannaeyjar í dag á meðan beðið er eftir framtíðarlausn í samgöngumálum.�?
Eygló Harðardóttir, 4. sæti á lista Framsóknarflokksins:
�?Samgöngumálin eru þau mál sem brýnast er að leysa. �?g horfi fyrst og fremst á hvað bættar samgöngur hafa fram að færa fyrir atvinnulífið í Vestmannaeyjum. Samgöngumál eru atvinnumál. �?g tel líka mjög brýnt að ríkisvaldið styðji betur við sveitarfélögin í landinu og því til stuðnings er hægt að benda á slæma fjárhagsstöðu Vestmannaeyjabæjar.�?
Lúðvík Bergvinsson, 2. sæti á lista Samfylkingarinnar:
�?Bættar samgöngur eru brýnasta verkefnið sem bíður úrlausnar fyrir Vestmannaeyjar. �?g hef margoft sagt að ég tel nauðsynlegt að fá nýjan, stærri og hraðskreiðari Herjólf strax. Auk þess er nauðsynlegt að ljúka sem fyrst rannsóknum vegna jarðganga og hafnar í Bakkafjöru. �?g vil auk þess athuga með stórskipahöfn við Eiðið sem myndi stórbæta samkeppnisstöðu hafnarinnar og Vestmannaeyjabæjar. Íhaldið hefur sýnt það eftir 16 ára valdasetu að þeir laga ekki samgöngur við Vestmannaeyjar.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst