Óþolandi ástand hefur nú skapast í samgöngumálum milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.Mikil bjartsýni ríkti í Eyjum með nýju leiðina milli lands og Eyja. Það hefur líka sýnt sig að Landeyjahöfn var mikið notuð.Eyjamenn hafa byggt upp sitt þjónustusamfélag til að taka á móti mörgum gestum.
Nú eru miklar líkur á að lítið verði hægt að nota Herjólf til siglinga í höfnina í vetur. Skipið hentar illa og það vissu allir. Svo er það kapituli út af fyrir sig hverjum datt í hug að fá handónýtt dæluskip,sem hefur meira og minna verið bilað frá því það kom.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst