Hverjir tónleikar hafa sinn sjarma
23. janúar, 2024
DSC_1778
Æft fyrir tónleikana. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Í dag eru nákvæmlega 51 ár liðin frá einum stærsta viðburði í lýðveldissögunni, eldgosinu á Heimaey. Af því tilefni er blásið til Eyjatónleika í Hörpu. Hafa slíkir tónleikar verið haldnir allt frá árinu 2011 og áfram skal haldið.

Eyjafólk og vinir þeirra koma saman og halda alvöru söng- og gleðihátíð á miðjum vetri. Rifjuð verða upp mörg af bestu lögunum sem við kennum við Eyjar. Auðvitað eru þjóðhátíðarlögin þar fyrirferðarmest, bæði þau gömlu og þau nýju, sem mörg hver eru með vinsælustu dægurlögum okkar Íslendinga síðustu ár. Fjöldi listafólks kemur fram ásamt stórhljómsveit undir stjórn Þóris Úlfarssonar.

Langlíf tónleikaröð

Að sögn Bjarna Ólafs Guðmundssonar, gengur undirbúningur tónleikanna vel.

,,Vestmannaeyjakórarnir ásamt hljómsveitinni Molda æfðu saman um helgina, en kórarnir hafa æft undanfarnar vikur. Þá eru æfingar stórhljómsveitar og söngvara að hefjast nú í vikunni.” segir Bjarni og bætir við að því miður sé Bjartmar Guðlaugsson forfallaður vegna veikinda. „En að sjálfsögðu gerum við honum góð skil. Þetta eru þrettándu Eyjatónleikarnir í Hörpu, sennilega langlífasta tónleikaröðin í Hörpu fyrir utan hefðbundna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands.”

Bjarni Ólafur, eða Daddi eins og hann er ávallt kallaður segir að vel yfir 150 lög hafi verið flutt á tónleikunum og sennilega vel yfir 15.000 manns sótt tónleikana á þessum rúma áratug.

,,Við Guðrún erum auðvitað í skýjunum yfir viðtökunum en hvað við gerum í framtíðinni er enn óráðið.” segir Daddi en hann ásamt Guðrúnu Mary Ólafsdóttur, konu hans hafa haft veg og vanda að skipulagningu tónleikaraðarinnar.

Aldrei hafa fleiri listamenn komið fram á einum Eyjatónleikum

Í ár eru það bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór, Ragga Gísla, Salka Sól, Emmsjé Gauti, Védís Hervör, Þórarinn Óla og Albert Tórshamar sem koma fram, ásamt Karla- og Kvennakórum Vestmannaeyja (en Bjartmar forfallast) og ekki má gleyma hljómsveitinni Molda.

,,Það er mikil tilhlökkun og tónleikarnir verða að okkar mati nokkuð ólíkir flestum þeim fyrri, enda er það svo að hverjir tónleikar hafa haft sín einkenni og sinn sjarma og hafa verið nokkuð ólíkir. Þótt okkur finnist þessir skera sig jafnvel meira úr en aðrir.” segir Daddi.

Miðasala er á fullu inn á harpa.is og tix.is og í miðasölu Hörpu í síma 528-5050. Óskar Pétur Friðriksson leit við á æfingu í Eyjum um helgina og má sjá fleiri myndir frá honum hér að neðan.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.