Það hefur ekki farið fram hjá neinum að miklar framkvæmdir standa nú yfir í Herjólfsdal, þar sem ÍBV er að koma upp varanlegum mannvirkjum fyrir þjóðhátíð. Ekki skal gert lítið úr notagildi þessara mannvirkja og þau munu eflaust spara vinnu við undirbúning hátíðarinnar á hverju ári. Það sem hins vegar er ámælisvert er hvernig að þessum framkvæmdum hefur verið staðið.