Í skugga meistara yrki ég ljóð kemur út 1. júlí
�?ann 1. júlí kemur platan �??Í skugga meistara yrki ég ljóð!�?? en hún geymir tíu ný Eyjalög eftir fjórtán vestmanneyska laga- og textahöfunda. Nafn plötunnar vísar til meistara eins og Oddgeirs Kristjánssonar, Ása í Bæ, Árna úr Eyjum og fleirri merkra laga- og textasmiða sem hófu og skópu leikinn hvað Eyjalögin varðar. Ein af hugsanlegum ástæðum þess að dregið hafði úr þeirri grósku sem var í Eyjalögunum um miðja síðustu öld kann að vera hræðsla laga- og textahöfunda við að vera bornir saman við gömlu meistarana. �?essi plata sýnir að nútíma vestmannaeyskir laga- og textahöfundar eru ekkert síðri og að lög þeirra eru vel frambærileg í alla staði. Laga- og textahöfundar hafa mismikla reynslu af útgáfu en sumir þeirra eiga nú þegar þjóðhátíðarlög eða hafa gefið út plötur með hljómsveitum sem þeir hafa starfað í, en aðrir hafa ekki látið í sér heyra fyrr en nú.
Fyrsta lagið sem sent hefur verið í loftið af væntanlegri plötu ” Í skugga meistara yrki ég ljóð” er í raun þriðja lag plötunnar, �??Surtsey�?? geymir, eins og nafnið gefur til kynna, óð til Surtseyjar. Sigurmundur Gísli Einarsson á lag og ljóð. Sonur hans Unnar Gísli Sigurmundsson flytur lagið ásamt Árna Johnsen en óhætt er að segja að þar stangast á andstæður með glæsibrag milli þessara tveggja sem án efa til heyra hópi þekktustu tónlistarmanna Eyjanna fyrr og síðar. Lagið má hlusta á hér.
Platan kemur út í takmörkuðu upplagi. Ef þú vilt tryggja þér eintak sendu okkur þá línu á best.eyjar@gmail.com.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.