ÍBV 2 tók á móti KA í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í Vestmannaeyjum í dag. Leiknum lauk með 25-33 sigri KA. KA menn komust í 2-4 á fyrstu mínútum leiksins en eftir það skiptust liðin á að vera með forystu. Eyjamenn fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, 16-14.
Áfram var jafnræði með liðunum á upphafsmínútum síðari hálfleiks. KA menn komust í 18-19 þegar sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og voru yfir það sem eftir lifði leiks. þegar um tíu mínútur voru til leiksloka juku KA menn forskot sitt jafnt og þétt. Lokatölur leiksins 25-33.
Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í liði ÍBV með 6 mörk. Jens Bragi Bergþórsson leikmaður KA var markahæstur í leiknum með 8 mörk.
Mörk ÍBV 2: Sigurbergur Sveinsson 6 mörk, Garðar Benedikt Sigurjónsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 4, Gabríel Martinez 3, Fannar Þór Friðgeirsson 2, Grétar Þór Eyþórsson 2, Sigurður Bragason 2, Ágúst Emil Grétarsson 1, Aron Heiðar Guðmundsson 1.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst