ÍBV 2 úr leik í bikarnum eftir tap gegn KA
Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í liði ÍBV.

ÍBV 2 tók á móti KA í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í Vestmannaeyjum í dag. Leiknum lauk með 25-33 sigri KA. KA menn komust í 2-4 á fyrstu mínútum leiksins en eftir það skiptust liðin á að vera með forystu. Eyjamenn fóru með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn, 16-14. 

Áfram var jafnræði með liðunum á upphafsmínútum síðari hálfleiks. KA menn komust í 18-19 þegar sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og voru yfir það sem eftir lifði leiks. þegar um tíu mínútur voru til leiksloka juku KA menn forskot sitt jafnt og þétt. Lokatölur leiksins 25-33. 

Sigurbergur Sveinsson var markahæstur í liði ÍBV með 6 mörk. Jens Bragi Bergþórsson leikmaður KA var markahæstur í leiknum með 8 mörk.

Mörk ÍBV 2: Sigurbergur Sveinsson 6 mörk, Garðar Benedikt Sigurjónsson 4, Theodór Sigurbjörnsson 4, Gabríel Martinez 3, Fannar Þór Friðgeirsson 2, Grétar Þór Eyþórsson 2, Sigurður Bragason 2, Ágúst Emil Grétarsson 1, Aron Heiðar Guðmundsson 1.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.