Í dag 25.apríl eru 4722 íbúar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari starfsmanns Vestmannaeyjabæjar við fyrirspurn Eyjafrétta um íbúatöluna í Eyjum í dag. Síðast þegar miðillinn kannaði stöðuna voru íbúar 4724 talsins. Það var í byrjun nóvember sl.. Það má því segja að íbúafjöldinn hafi staðið í stað í vetur.
Fyrir réttu ári síðan voru hins vegar alls 4662 íbúar skráðir með lögheimili í Vestmannaeyjum, eða sextíu færri en nú.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst