ÍBV 2 tryggði sér í gær inn í 16-liða úrslit Powerade bikarsins eftir eins marks sigur 36-35 á Herði frá Ísafirði. ÍBV var með yfirhöndina stóran hluta úr leiknum og voru yfir 18-14 í hálfleik.
Harðverjar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn og náðu að jafna leikinn 22-22. Þegar um fjórar mínútu voru eftur af leiknum voru Harðverjar komnir með þriggja marka forystu 35-32. Eyjamenn hins vegar náðu að snúa leiknum sér í vil á lokamínútum leiksins. Gabríel Martínez jafnaði leikinn fyrir ÍBV í 35-35. Harðverjar fengu tækifæri til að komast aftur yfir en Björn Viðar Björnsson kórónaði frábæran leik og varði. Eyjamenn fengu hraðaupphlaup í kjölfarið sem Gabríel Martínez skoraði úr. Lokatölur 36-35. Allt ætlaði að sjóða upp úr í lok leiks sem endaði með því að þjálfari Harðverja fékk að líta rauða spjaldið.
Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í leiknum með 14 mörk. Björn Viðar Björnsson var með 11 skot varin.
Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 14, Gabríel Martínez 6, Fannar Friðgeirsson 4, Garðar Benedikt Sigurjónsson 4, Þorlákur Sigurjónsson 3, Aron Heiðar Guðmundsson 2, Sindri Georgsson 1, Sigurður Bragason 1, Adam Smári Sigfússon.