Það var mikil dramantík í bikarleik ÍBV og FH sem háður var í Eyjum í dag. Knýja þurfti fram úrslit með vítakeppni, eftir tvíframlengdan leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 33-33 og enn var jafnt efir tvær framlengingar. Í vítakeppninni varði Petar Jokanovic tvö af fimm vítum FH-inga og skoruðu Eyjamenn úr sínum fjórum vítaköstum og tryggðu sig þannig í undanúrslit bikarkeppninnar.
Atkvæðamestir í markaskorun hjá ÍBV voru þeir Sigtryggur Daði Rúnarsson með 11 mörk, Dagur Arnarsson skoraði 10 og Daniel Esteves Vieira setti 8. Peter Jokanovic varði 15 bolta. Glæsileg frammistaða hjá Eyjaliðinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst