ÍBV mætti FH í úrslitaleik Borgunarbikars karla í dag og fóru Eyjamenn með sigur af hólmi, lokastaða 1:0. Eyjamenn voru öflugri aðilinn í fyrri hálfleik og skoraði Gunnar Heiðar �?orvaldsson gott mark á 37. mínútu eftir sendingu frá Kaj Leó í Bartalsstovu, verðskulduð forysta. FH-ingar sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og voru mikið með boltann á meðan Eyjamenn vörðust vel. Bæði lið fengu upplögð marktækifæri en inn vildi boltinn ekki. Eyjamenn fagna því fyrsta titli sínum síðan árið 1998.