ÍBV fær Gróttu í heimsókn
Þriðja umferð Lengjudeildar kvenna hefst í dag með fjórum leikjum.
23. maí, 2024
DSC_1790
Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Þriðja umferð Lengjudeildar kvenna hefst í dag með fjórum leikjum. Í fyrsta leik dagsins tekur ÍBV á móti Gróttu. ÍBV er enn án stiga en Grótta hefur gert jafntefli í báðum sínum leikjum.

Á facebook-síðu ÍBV er rætt við Jón Ólaf Daníelsson þjálfara ÍBV um leikinn. Leikurinn leggst vel í hann og er hann bjartur á að fyrsti sigur sumarsins komi í dag.

„Grótta er með gott lið sem þurfi að varast og er liðið með margar sóknarútfærslur. Þær hafa til að mynda skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum sumarsins.“

Jón Óli segir allar stelpurnar í flottu standi og leikhæfar. Liðið hefur æft vel síðustu daga og kemur vel undirbúið fyrir þennan leik. Hann segir að allt verði lagt í sölurnar til að landa sigri í dag. Þau vonist eftir góðri mætingu á leikinn frá Eyjamönnum, þar sem það gefi stelpunum mikið að finna fyrir góðum stuðningi. Leikurinn á Hásteinsvelli hefst kl. 18:00.

Leikir dagsins í Lengjudeild kvenna

lengu_kv_230524

Play Video
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.