ÍBV fær serbneskan miðvörð
Jovan Ibvsp
Jovan Mitrovic kominn í ÍBV búninginn. Ljósmynd/ibvsport.is

Serbneski knattspyrnumaðurinn Jovan Mitrovic er genginn til liðs við ÍBV. Hann kemur til ÍBV frá serbneska liðinu FK Indjija, þar sem hann hefur leikið síðustu 18 mánuði, í næst efstu deild. Jovan verður 24 ára á morgun, 25. janúar.

Í tilkynningu frá knattspyrnuráði ÍBV segir að Jovan hafi leikið stórt hlutverk með serbneska liðinu á tímabilinu en hann lék sinn síðasta leik fyrir félagið 14. desember. Hann lék 1780 af 1800 mínútum liðsins á leiktíðinni og var fyrirliði liðsins í 8 af 20 leikjum. Jovan kemur til með að styrkja lið ÍBV fyrir átökin í Bestu deildinni en hún hefst í byrjun apríl á leik gegn Víkingi Reykjavík.

Þorlákur Árnason, þjálfari, hafði þetta að segja um leikmanninn: „Jovan er stór og sterkur miðvörður, sem þrátt fyrir ungan aldur hefur verið fyrirliði í liði sínu í Serbíu undanfarin ár. Við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum leikmanni.“

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.