Karlalið ÍBV tók á móti FH í Kaplakrika í 20. umferð Bestu deilda karla í gær. Leikurinn var mjög bragðdaufur og lítið um færi á báða bóga. Oliver Heiðarsson fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann fékk boltann vinstra megin í teig FH en skot hans fór í stöngina. Staðan 0-0 í hálfleik.
Síðari hálfleikur var mjög svipaður og sá fyrri eða allt fram á 88. mínútu þegar Hermann Þór Ragnarsson braut ísinn fyrir Eyjamenn. Arnar Breki Gunnarsson, sem átti mjög góða innkomu, átti þá fyrirgjöf sem rataði á Hermann Þór sem skoraði af stuttu færi. Staðan orðin 1-0 og stefndi allt í sigur Eyjamanna þar til á lokamínutu uppbótartíma þegar FH fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Kjartan Kári Halldórsson tók spyrnuna og það virtist sem að boltinn hafi farið í varnarvegg ÍBV og þannig breytt um stefnu sem gerði markverði ÍBV erfitt fyrir. Lokatölur 1-1.
Eftir leikinn sitja Eyjamenn í 9. sæti með 25 stig en gríðarlega mjótt er á munum, til að mynda er einungis eitt stig í 5. sætið eða efri hluta deildarinnar. FH er í 5. sæti með 26 stig.
ÍBV tekur næst á mót ÍA sunnudaginn 31. ágúst kl 14:00 á Hásteinsvelli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst