ÍBV gerði svekkjandi jafntefli við FH
Sverrir Páll
Sverrir Páll í leik með ÍBV í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Karlalið ÍBV tók á móti FH í Kaplakrika í 20. umferð Bestu deilda karla í gær. Leikurinn var mjög bragðdaufur og lítið um færi á báða bóga. Oliver Heiðarsson fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann fékk boltann vinstra megin í teig FH en skot hans fór í stöngina. Staðan 0-0 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var mjög svipaður og sá fyrri eða allt fram á 88. mínútu þegar Hermann Þór Ragnarsson braut ísinn fyrir Eyjamenn. Arnar Breki Gunnarsson, sem átti mjög góða innkomu, átti þá fyrirgjöf sem rataði á Hermann Þór sem skoraði af stuttu færi. Staðan orðin 1-0 og stefndi allt í sigur Eyjamanna þar til á lokamínutu uppbótartíma þegar FH fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Kjartan Kári Halldórsson tók spyrnuna og það virtist sem að boltinn hafi farið í varnarvegg ÍBV og þannig breytt um stefnu sem gerði markverði ÍBV erfitt fyrir. Lokatölur 1-1.

Eftir leikinn sitja Eyjamenn í 9. sæti með 25 stig en gríðarlega mjótt er á munum,  til að mynda er einungis eitt stig í 5. sætið eða efri hluta deildarinnar. FH er í 5. sæti með 26 stig.

ÍBV tekur næst á mót ÍA sunnudaginn 31. ágúst kl 14:00 á Hásteinsvelli.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.