ÍBV sótti Blika heim þegar 21. umferð Pepsí deildar karla fór fram. Breiðablik sigraði leikinn 1-0 en á sama tíma tapaði Leiknir gegn KR og því er sæti ÍBV í deild þeirra bestu að ári tryggt. Jafnræði var með liðunum framan af og náðu þau bæði að skapa sér hættuleg færi, Gunnar Heiðar �?orvaldsson komst í dauðafæri þegar tæplega hálftími var liðin að leiknum, Bjarni Gunnarsson vildi svo fá vítaspyrnu stuttu síðar þegar hann var rifin niður í teig Blika en ekkert dæmt.
Staðan var markalaus í hálfleik en skömmu eftir að síðari hálfleikur hófst komust Blikar yfir með marki frá Atla Sigurjónssyni. Eftir markið voru Eyjamenn betri aðilinn á vellinum og áttu tvö dauðafæri en náðu ekki að koma boltanum inn og því var lokaniðurstaðan 1-0 sigur Breiðabliks.