ÍBV í viðræðum við Víking
Eyjamenn fagna einu af mörkum sínum í sumar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson.

Karlalið ÍBV í fótbolta er í viðræðum við Víking Reykjavík um að fá Aron Baldvin Þórðarson sem næsta þjálfara liðsins. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. 

Þorlákur Árnason var þjálfari Eyjamanna á síðasta tímabili en sagði óvænt starfi sínu lausu og hafa Eyjamenn verið í þjálfaraleit síðan. 

Aron Baldvin er þrítugur og hefur starfað fyrir Víking síðan 2019. Hann kom inn í meistaraflokkinn árið 2022 og varð aðstoðarþjálfari liðsins þegar Sölvi Geir Ottesen tók við liðinu fyrir rúmu ári síðan. Ef Aron Baldvin tekur við þjálfarastöðu ÍBV verður það fyrsta starfið hans sem aðalþjálfari í meistaraflokki.

Nýjustu fréttir

Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.