Karlalið ÍBV í fótbolta er í viðræðum við Víking Reykjavík um að fá Aron Baldvin Þórðarson sem næsta þjálfara liðsins. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.
Þorlákur Árnason var þjálfari Eyjamanna á síðasta tímabili en sagði óvænt starfi sínu lausu og hafa Eyjamenn verið í þjálfaraleit síðan.
Aron Baldvin er þrítugur og hefur starfað fyrir Víking síðan 2019. Hann kom inn í meistaraflokkinn árið 2022 og varð aðstoðarþjálfari liðsins þegar Sölvi Geir Ottesen tók við liðinu fyrir rúmu ári síðan. Ef Aron Baldvin tekur við þjálfarastöðu ÍBV verður það fyrsta starfið hans sem aðalþjálfari í meistaraflokki.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst