ÍBV liðunum spáð fjórða sæti í Olís deildinni
Eyjamönnum er spáð fjórða sæti í Olís deild karla.

Spáin fyrir Olís deild karla og kvenna var opinberuð á kynningarfundi Olís deildanna sem fór fram í hádeginu í dag á Hlíðarenda. Hörður Magnússon, stjórnandi Handbolta hallarinnar, sem er nýr þáttur í Sjónvarpi Símans sá um kynninguna.

ÍBV er spáð fjórða sæti í bæði Olís deild karla og kvenna samkvæmt niðurstöðu árlegrar spár þjálfara og fyrirliða liðanna í deildunum. Val er spáð efsta sætinu í báðum deildum en spánna er hægt að sjá hér að neðan. 

 

Olísdeild kvenna:

1. Valur – 142 stig.

2. Haukar – 128 stig.

3. Fram -104 stig.

4. ÍBV – 97 stig.

5. ÍR – 61 stig.

6. Stjarnan – 52 stig.

7. KA/Þór – 45 stig.

8.Selfoss – 43 stig.

 

Olísdeild karla:

1. Valur – 359 stig

2. Haukar – 306 stig

3. FH – 281 stig

4. ÍBV – 263 stig

5. Fram – 235 stig

6. Stjarnan – 231 stig

7. Afturelding – 225 stig

8. HK – 149 stig

9. ÍR – 129 stig

10. KA – 91 stig

11.Þór – 66 stig

12.Selfoss – 41 stig

 

Olís deildin hefst í byrjun september. Strákarnir taka á móti HK föstudaginn 5. september kl. 18:30 og stelpurnar eiga leik við Fram laugardaginn 6. september kl. 15:00. Báðir leikirnir fara fram í Eyjum.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.