Spáin fyrir Olís deild karla og kvenna var opinberuð á kynningarfundi Olís deildanna sem fór fram í hádeginu í dag á Hlíðarenda. Hörður Magnússon, stjórnandi Handbolta hallarinnar, sem er nýr þáttur í Sjónvarpi Símans sá um kynninguna.
ÍBV er spáð fjórða sæti í bæði Olís deild karla og kvenna samkvæmt niðurstöðu árlegrar spár þjálfara og fyrirliða liðanna í deildunum. Val er spáð efsta sætinu í báðum deildum en spánna er hægt að sjá hér að neðan.
Olísdeild kvenna:
1. Valur – 142 stig.
2. Haukar – 128 stig.
3. Fram -104 stig.
4. ÍBV – 97 stig.
5. ÍR – 61 stig.
6. Stjarnan – 52 stig.
7. KA/Þór – 45 stig.
8.Selfoss – 43 stig.
Olísdeild karla:
1. Valur – 359 stig
2. Haukar – 306 stig
3. FH – 281 stig
4. ÍBV – 263 stig
5. Fram – 235 stig
6. Stjarnan – 231 stig
7. Afturelding – 225 stig
8. HK – 149 stig
9. ÍR – 129 stig
10. KA – 91 stig
11.Þór – 66 stig
12.Selfoss – 41 stig
Olís deildin hefst í byrjun september. Strákarnir taka á móti HK föstudaginn 5. september kl. 18:30 og stelpurnar eiga leik við Fram laugardaginn 6. september kl. 15:00. Báðir leikirnir fara fram í Eyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst