ÍBV með öruggan sigur á Þór
Elís Þór Aðalsteinsson kominn í gegn. Ljósmynd/Sigfús G. Guðmundsson

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Þór í fjórðu umferð Olís deildarinnar í Eyjum í dag. Eyjamenn sigruðu leikinn nokkuð örugglega 30-24. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og komust í 3-0. Þórsarar náðu mest að minnka muninn í eitt mark en Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13. 

Eyjamenn komu af krafti inn í seinni hálfleik og voru mest sjö mörkum yfir. Þegar um tíu mínútu voru til leiksloka náðu Þórsarar að minnka muninn í fjögur mörk en nær komust þeir ekki. Lokatölur 30–24 ÍBV í vil. Petar Jokanovic átti mjög góðan leik í marki ÍBV og varði 17 skot. Morgan Goði Garner varði 1 skot. Elís Þór Aðalsteinsson var markahæstur í leiknum með 7 mörk. 

Eftir fjórar umferðir eru Eyjamenn í þriðja sæti með sex stig. Þórsarar hafa einungis unnið einn leik og eru í 10. sæti með 2 stig. 

Mörk ÍBV : Elís Þór Aðalsteinsson 7 mörk, Jakob Ingi Stefánsson 7, Sveinn José Rivera 4, Anton Frans Jónsson 4, Daníel Þór Ingason 3, Dagur Arnarsson 3, Andri Erlingsson 1, Ívar Bessi Viðarsson 1.

 

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.