Tveir leikir eru í úrslitakeppni Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Aftureldingu. Eyjamenn þurfa sigur til að tryggja sér oddaleik eftir að Afturelding sigraði í fyrstu viðureigninni. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30.
Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Fanzone opni klukkan 18:00. Þar verða grillaðir hamborgarar, ískaldir drykkir og skemmtun. Góður stuðningur skiptir gríðarlega miklu máli og hvetjum við alla til að mæta & styðja okkar menn til sigurs.
Leikir kvöldsins:
þri. 08. apr. 25 | 19:30 | 1 | Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja | APÁ/JEL/ÓHA | ÍBV – Afturelding | – | ||
þri. 08. apr. 25 | 19:30 | 1 | Heklu Höllin | ÓIS/SÓP/RST | Stjarnan – Valur | – |
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst