ÍBV sækir FH heima í dag ::Stuðningsmenn hita saman upp
Í dag klukkan 17:00 tekur FH á móti ÍBV í Pepsí deild karla þegar nítjánda umferð deildarinnar fer fram. FH-ingar eru á toppi deildarinnar með 42 stig og hafa aðeins tapað tveimur leikjum í sumar. ÍBV er í tíunda sæti deildarinnar með átján stig og þurfa nauðsynlega á stigum á halda í dag og hafa sýnt það á góðum degi geta þeir strítt hvaða liði sem er. Ef ÍBV tekst að ná einu stigi úr leiknum er Keflavík fallið.
Fyrir leikinn ætla stuðningsmenn beggja liða að hita upp saman og munu þeir hittast tveimur tímum fyrir leik í �?lhúsinu á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði en sá staður er í eigu Eyjamanna, hjónanna Aðalheiðar Runólfsdóttur og �?lafs Guðlaugssonar og Viktors Ragnarssonar rakara í Eyjum.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.