ÍBV sektað um 150 þúsund
ÍBV hefur verið sektað um 150 þúsund krónur vegna kynþáttaníðs í garð Farids Zato, leikmanns KR. �?etta kemur fram á Vísi.is en þar staðfestir �?órir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ að ÍBV hefði verið sektað. Stuðningsmaður ÍBV á leiknum kallaði til Zato með þessum afleiðingum en fyrir vikið hafa stuðningsmenn ÍBV í heild sinni verið stimplaðir í sumum fjölmiðlum og í umræðu á facebook var skuldinni skellt á unga stuðningsmenn í Hvíta riddurunum. Stuðningsmaðurinn sem um ræðir var hins vegar ekki í þeirra hópi, eftir því sem heimildir Eyjafrétta herma.
Yflýsing frá ÍBV
Í ljósi úrskurðar aga og úrskurðarnefndar KSÍ vegna leiks ÍBV og KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins þann 31. júlí sl. vill knattspyrnudeild ÍBV koma eftirfarandi á framfæri:
ÍBV íþróttafélag fagnar því að KSÍ taki strangt á kynþáttaníði á knattspyrnuleikjum á vegum sambandsins. Leikmenn ÍBV hafa áður orðið fyrir slíkum árásum og síðast var knattspyrnudeild Keflavíkur sektað vegna framkomu stuðningsmanns liðsins í garð Tonny Mawejje fyrrverandi leikmanns ÍBV. Kynþáttafordómar eiga ekkert skylt við knattspyrnu og eða stuðning við knattspyrnulið.
ÍBV íþróttafélag biður Abdel-Farid Zato-Arouna afsökunar á umræddum ummælum og vonast til að hann og aðrir leikmenn knattspyrnuliða þurfi ekki að líða slík ummæli, né önnur sambærileg í sinn garð í framtíðinni. Um var að ræða einn stuðningsmann ÍBV og ein vanhugsuð ummæli og ekki hægt að dæma alla stuðningsmenn ÍBV út frá þeim.
ÍBV íþróttafélag unir úrskurði nefndarinnar og vill taka það fram að umræddur stuðningsmaður ÍBV hefur verið settur í ótímabundið heimaleikjabann.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.