Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Haukum í sjöttu umferð Olís deildar karla í Eyjum í dag. Leiknum lauk með tíu marka tapi ÍBV. Haukar náðu fjögurra marka forskoti í upphafi leiks, 4-8 og voru yfir það sem eftir lifði hálfleiksins. Staðan 13-19 í hálfleik. Haukar héldu áfram að leika vörn Eyjamanna grátt í síðari hálfleik og juku jafnt og þétt við forystuna. Lokatölur leiksins 29-39. Eftir sex umferðir eru Eyjamenn í 6. sæti með sjö stig. Haukar eru í 2. sæti með tíu stig.
Elís Þór Aðalsteinsson var markhæstur í leiknum með tíu mörk ásamt Birki Snæ Steinssyni leikmanni Hauka. Petar Jokanovic varði átta skot í marki Eyjamanna.
Mörk ÍBV: Elís Þór Aðalsteinsson 10 mörk, Andri Erlingsson 7, Kristófer Ísak Bárðarson 4, Sveinn José Rivera 3, Dagur Arnarsson 2, Sigtryggur Daði Rúnarsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 1.
ÍBV spila næst gegn toppliði Aftureldingar laugardaginn 18. október kl. 15:00 í Mosfellsbæ.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst