Eyjamenn eru komnir í 16-liða úrslit bikarkeppninnar eftir öruggan 3-0 sigur á Víking Reykjavík. Jafnræði var með liðunum framan af og var markalaust í hálfleik.
Í upphafi síðari hálfleiks kom Omar Sowe ÍBV yfir eftir góðan undirbúning Olivers Heiðarssonar. ÍBV jók forystuna skömmu síðar og var þar að verki Alex Freyr Hilmarsson. Eyjamenn bættu við þriðja markinu á 69. mínútu og var þar á ferð Omar Sowe sem skallaði boltann inn eftir fyrirgjöf frá Alex Frey Hilmarssyni.
ÍBV misnotaði vítaspyrnu þegar skammt var eftir af leiknum. Það kom ekki að sök því sigur Eyjamanna var öruggur og sæti í 16-liða úrslitum tryggt. Allt Eyjaliðið stóð sig vel í dag en Alex Freyr Hilmarsson skoraði mark og lagði upp annað. Omar Sowe skoraði tvö mörk og lék vel. Þá var Oliver Heiðarsson einnig öflugur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst