Um helgina var undirritaður samstarfssamningur milli ÍBV og KFR en félögin tvö hafa undanfarnar vikur rætt um hugsanlegt samstarf. Það voru þeir Jóhann Pétursson, formaður ÍBV-íþróttafélags og Óli Jón Ólason, meðstjórnandi í stjórn KFR sem undirrituðu samninginn í Týsheimilinu en samstarfið var svo kynnt fyrir félagsmönnum ÍBV á lokahófi síðar um kvöldið.