Einstaklingar í áhættuhópum eru hvattir til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, einnig þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. Inflúensan er fyrr á ferðinni en síðastliðna vetur, faraldurinn stendur yfir og er enn á uppleið. Fyrstu vikuna í desember lágu 27 einstaklingar á Landspítala með inflúensu.
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að inflúensa sé öndunarfærasjúkdómur af völdum inflúensuveiru. Á hverjum vetri gengur inflúensufaraldur venjulega á tímabilinu október til mars. Inflúensan veldur mismiklum veikindum hjá einstaklingum en veikindin geta verið alvarleg. Þegar smit eru útbreidd er meiri hætta á að einstaklingar í áhættuhópum veikist með alvarlegri afleiðingum, álag eykst einnig á heilbrigðiskerfið og í samfélaginu verður aukning á fjarvistum frá vinnu og skóla.
Miðað við upphaf faraldra undanfarin ár og ef tekið er mið af fjölda greininga sést að fjöldi sjúklinga sem leggjast inn á Landspítala með eða vegna inflúensu á fyrstu 11 vikum faraldurs er mun hærri í ár en undanfarin ár. Í viðtali við Valtý Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalækni kemur fram að fjöldi barna hafi komið á bráðamóttöku Landspítala undanfarnar vikur vegna inflúensu og dæmi um að börn undir eins árs hafi þurft að fara í öndunarvél.
Þeir sem eru í áhættuhópi og sóttvarnalæknir hvetur sérstaklega til að þiggja bólusetningu sem fyrst eru:
Hægt er að bóka tíma í bólusetningu á mínum síðum á heilsuveru eða með því að hafa samband við sína heilsugæslustöð.
Nánar er fjallað um inlúensufaraldurinn í tilkynningu sóttvarnalæknis á vef embættis landlæknis. Þar er jafnframt minnt á forvörn gegn RS veiru sem býðst nú fyrir öll ungbörn á Íslandi. RS-veirufaraldur er ekki hafinn hérlendis en fjögur börn yngri en tveggja ára greindust fyrstu vikuna í desember. Faraldrar af völdum RS-veirunnar eru árvissir, þeir koma að vetrarlagi og standa venjulega í 2–3 mánuði. Árlega er komið með um 20% barna undir eins árs til læknis vegna bráðrar RS-veirusýkingar. Af þeim má reikna með að 2–3% gætu þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda.
Nánar má lesa um inflúensufaraldurinn og aðrar öndunarfærasýkingar í tilkynningu sóttvarnalæknis á vef embættis landlæknis og mikilvægi bólusetninga. Sóttvarnalæknir bendir á að árleg bólusetning við inflúensu dregur úr veikindum einstaklinga sem smitast og minnkar einnig álag á heilbrigðiskerfi, veikindafjarvistir og útbreiðslu til annarra.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.