Ingibjörg, nýjasta björgunarskip Landsbjargar kom við í Eyjum í gærkvöldi á leið sinni austur á Hornafjörð en þar verður heimahöfn skipsins. Skipverjar á Ingibjörgu reikna með að sigla inn til Hornafjarðar í hádeginu í dag. Skipið er eins smíði og björgunarskipið Þór sem kom til Eyja 2022. Ingibjörg er fimmta skipið í smíðaröðinni. Hin fjögur skipin eru í Vestmannaeyjum, á Siglufirði, í Reykjavík og á Rifi.
Þau eru knúin áfram af tveimur öflugum Scania vélum sem geta komið þeim á allt að 32 hnúta, eða um 60 kílómetra hraða. Gert er ráð fyrir allt að 6 áhafnarmeðlimum í fjaðrandi sætum. Skipin hafa getu til að bjarga allt að 60 manns í ýtrustu neyð, en pláss er fyrir 40 inni í skipinu.
Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur 13 stór björgunarskip sem staðsett eru um allt land og einingar félagsins sjá um og manna til þess að sinna útköllum á sjó á hafsvæðinu við Ísland. Félagið hefur í einni eða annarri mynd rekið björgunarskip allt frá því á árinu 1928, þegar að Slysavarnafélags Íslands var stofnað.
Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari fylgdist með þegar skipið kom til hafnar og fékk hlýjar móttökur frá forsvarsmönnum Björgunarfélags Vestmannaeyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst