Ingibjörg kom við í Eyjum
Björgunarskipið Ingibjörg við bryggju í Eyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Ingibjörg, nýjasta björgunarskip Landsbjargar kom við í Eyjum í gærkvöldi á leið sinni austur á Hornafjörð en þar verður heimahöfn skipsins. Skipverjar á Ingibjörgu reikna með að sigla inn til Hornafjarðar í hádeginu í dag. Skipið er eins smíði og björgunarskipið Þór sem kom til Eyja 2022. Ingibjörg er fimmta skipið í smíðaröðinni. Hin fjögur skipin eru í Vestmannaeyjum, á Siglufirði, í Reykjavík og á Rifi.

Þau eru knúin áfram af tveimur öflugum Scania vélum sem geta komið þeim á allt að 32 hnúta, eða um 60 kílómetra hraða. Gert er ráð fyrir allt að 6 áhafnarmeðlimum í fjaðrandi sætum. Skipin hafa getu til að bjarga allt að 60 manns í ýtrustu neyð, en pláss er fyrir 40 inni í skipinu.

Slysavarnafélagið Landsbjörg á og rekur 13 stór björgunarskip sem staðsett eru um allt land og einingar félagsins sjá um og manna til þess að sinna útköllum á sjó á hafsvæðinu við Ísland. Félagið hefur í einni eða annarri mynd rekið björgunarskip allt frá því á árinu 1928, þegar að Slysavarnafélags Íslands var stofnað.

Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari fylgdist með þegar skipið kom til hafnar og fékk hlýjar móttökur frá forsvarsmönnum Björgunarfélags Vestmannaeyja.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.