Ísak Rafnsson til ÍBV!

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Ísak Rafnsson til næstu þriggja ára. Ísak þarf nú ekki að kynna fyrir handboltaáhugafólki en hann kemur til liðs við ÍBV frá uppeldisfélagi sínu, FH. Hann hefur leikið allan sinn feril hér heima á Íslandi með FH en lék tímabilið 2018-19 með austurríska liðinu Schwaz Hand­ball Tirol.

“Ísak er hávaxinn og sterkur leikmaður og hefur verið einn af betri varnarmönnum Olísdeildarinnar um nokkurra ára skeið. Koma Ísaks til ÍBV er mikið gleðiefni og mun hann styrkja liðið okkar fyrir átökin næstu tímabil. Það er gaman að geta þess að unnusta Ísaks er Sigríður Lára Garðarsdóttir, sem Eyjamenn þekkja vel úr fótboltanum hér í gegnum tíðina,” segir í tilkynningu frá ÍBV.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ísak og Grétar Þór, formann handknattleiksdeildar ÍBV, handsala samkomulagið við undirritun.

 

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.