Ísfélagið styrkir Ægi
Pétur, Jobbi og Örvar

Jósef Róbertsson þjálfari hjá Íþróttafélaginu Ægi eða Jobbi eins og hann er kallaður bauð nýlega til sölu á facebook síðu sinni tvær áritaðar ÍBV treyjur til styrktar félaginu. Treyjurnar hafa verið áritaðar að meistaraflokkum ÍBV, karla og kvenna í handbolta og fótbolta. Það var að lokum Ísfélag Vestmannaeyja sem keypti treyjurnar af Ægi fyrir 250.000 krónur. Á facebook síðu Ísfélagsins er sagt frá þessum kaupum en þar kemur fram “Starf Ægis, íþróttafélags fatlaðra, er eitt það mikilvægasta í bænum að okkar mati og þökkum við öllum þeim einstaklingum sem leggja hart að sér að sinna starfinu. Við keyptum tvo ÍBV boli af félaginu til að sýna þeim stuðning sem að félaginu koma.”

Jobbi sem á allan heiður af framtakinu var gríðarlega ánægður með niðurstöðuna þegar við heyrðum í honum. “Þetta vakti strax áhuga og mikið spurt, Ísfélagið kom svo með þetta höfðinglega boð og þá var það bara slegið.” Jobbi sagði peningana fara í ferðasjóð fyrir krakkana. “Við erum mjög ánægð og þökkum Ísfélaginu og öðrum styrktaraðilum kærlega fyrir þeirra framlög til okkar,” sagði Jobbi að lokum.

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.