Ísfisktogararnir Gullver NS, Bergey VE og Vestmannaey VE hafa að undanförnu lagt stund á veiðar á Austfjarðamiðum og hafa þeir allir landað í vikunni. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar.
Þórhallur Jónsson, skipstjóri á Gullver, sagði að landað hefði verið 76 tonnum á Seyðisfirði á mánudaginn. „Þetta var nánast eingöngu þorskur og ýsa. Við vorum mest allan túrinn á Tangaflaki en kíktum aðeins á Glettinganesflak í restina. Þetta var sannast sagna heldur rólegt en þó komu ágæt hol inn á milli. Þetta var svona rjátl. Eftir að í land var komið hófust menn handa við að taka upp túrbínu í vélinni og því er ekki gert ráð fyrir að halda til veiða á ný fyrr en á fimmtudag,” sagði Þórhallur.
Bergey VE landaði fullfermi í Neskaupstað á mánudag og var Jón Valgeirsson skipstjóri sáttur við aflabrögðin. „Við byrjuðum túrinn á Gerpisflaki en einnig var veitt á Gula teppinu og í Hvalbakshalli. Helmingur aflans var fínasti ufsi sem fékkst í Hallinu en hinn helmingurinn var þorskur og ýsa. Það kom þarna ufsaskot og við vorum heppnir að vera þarna þegar hann birtist. Veðrið var ágætt en það var þó bræla í einn dag. Haldið var til veiða á ný fljótlega eftir að löndun lauk,” sagði Jón.
Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að túrinn hefði verið langur en Vestmannaey landaði í Neskaupstað í gær. „Þetta var dálítið náskrap lengst af. Byrjað var á Gerpisflaki og síðan farið á Skrúðsgrunn og í Berufjarðarálinn. Þá var haldið í Hvalbakshallið en við misstum af ufsaskotinu þar. Loks var veitt í Litladýpi og endað á Litlagrunni. Á Litlagrunni fengum við góðan þorsk og þar var fyllt. Aflinn var mest þorskur en síðan ýsa og dálítill ufsi,” sagði Birgir Þór.
Fram kom hjá skipstjórunum að veðurspáin væri ekki glæsileg og er jafnvel gert ráð fyrir að Bergey og Vestmannaey landi á ný í Neskaupstað á morgun.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.