Fyrir bæjarráði vikunni, lá markaðskönnun fyrir Vestmannaeyjar sem unnin var af Rannsókn- og ráðgjöf. Meðal þess sem helst kemur þar fram er:
Áætlað er að Íslendingum sem heimsóttu Vestmannaeyjar hafi fjölgað um 77% frá 2004. Á sama tíma fjölgar erlendum ferðamönnum um 350%. Helsta ástæðan er talin tilkoma Landeyjahafnar.
Áætlað er að hver erlendur ferðamaður eyði um 12.000 kr. að meðaltali í hverri ferð. Hver Íslendingur eyðir hinsvegar um 22.000 að meðaltali. Hver þjóðhátíðargestur er talin eyða um 50.000 krónum.