Ítreka nauðsyn þess að halda áfram vel utan um reksturinn
default
Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Drög að sex mánaða uppgjöri Vestmannaeyjabæjar voru lögð fyrir bæjarráð í liðinni viku. Um er að ræða samstæðu A og B. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins um 5,6% hærri en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir og heildarrekstrarkostnaður um 4,2% hærri en áætlunin. Rekstrarafkoma fyrstu sex mánuði ársins er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

A-hluti: Lögð voru fyrir bæjarráð drög að sex mánaða rekstraryfirliti fyrir sveitarsjóð. Samkvæmt yfirlitinu eru heildartekjur samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins á pari við áætlun og heildarrekstrarkostnaður um 2,7% hærri en áætluninni.

Rekstrarafkoma fyrstu sex mánuði ársins er því lakari en áætlun gerir ráð fyrir. Í áætluninni var hvorki áætlað fyrir veikindalaunum né kjarasamningshækkunum vegna samninga sem gerðir voru við KÍ félögin.

Í niðurstöðu segir: Bæjarráð þakkar upplýsingarnar og ítrekar nauðsyn þess að halda áfram vel utan um reksturinn. Enda miklar áskoranir í rekstri sveitarfélaga.

Nýjustu fréttir

Tvíþætt staða orkuskipta
Netöryggisfræðsla fyrir foreldra grunn- og framhaldsskólanemenda
Áskriftarkort sundlaugagesta framlengd
Eyjarnar landa fyrir austan
Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.