Ívar Bessi áfram í Eyjum

Ívar Bessi hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild ÍBV. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að samningurinn gildi út tímabilið 2027.

Ívar Bessi hefur leikið allan sinn feril með ÍBV og hefur hægt og rólega unnið sig inn sem mikilvægur hlekkur í liði liðsins. Ívar Bessi lék í vetur 11 leiki með meistaraflokki félagsins og skorðaði í þeim 6 mörk.

Ívar Bessi hefur leikið með yngri landsliðum Íslands. Seinasta verkefni var æfingamót Tiby cup í Frakklandi þar sem að liðið spilaði við Spánverja og Ungverja með U-21. Ívar Bessi var valinn í U-21 æfingarhóp. Æfingar verða næstu daga og eftir það velja landsliðsþjálfarar 16 leikmenn sem taka þátt á HM sem fram fer í Póllandi 18.-29. júní.

Þá segir í tilkynningunni að forsvarsmenn félagsins séu afar ánægð með að Ívar Bessi muni áfram leika með ÍBV og er tilhlökkun til áframhaldandi samstarfs.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.