Í kvöld fór fram leikur ÍBV og KR sem átti að fara fram í gær. KR-ingar mættu mun ákveðnari til leiks og voru hættulegri fyrstu mínúturnar, áttu meðal annars skot í stöng og svo komst leikmaður KR einn í gegn á móti Abel, markmanni ÍBV en þá kom fyrirliðinn Avni Pepa á siglingunni og bjargaði með frábærum varnarleik. Eyjamenn sóttu í sig veðrið þegar leið á og á 41. mínútu kom Sito ÍBV yfir eftir þunga sókn. ÍBV átti nokkrar skottilraunir sem höfnuðu í varnarmönnum KR. Boltinn barst til Sito rétt innan teigs, varnarmenn KR voru of langt frá honum og hann náði valdi á boltanum, lék á varnarmann KR og renndi boltanum örugglega í hornið. Staðan í hálfleik 1-0 fyrir ÍBV.
KR-ingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og sóttu mikið að marki ÍBV. Gunnar �?ór Gunnarsson jafnaði svo metin fyrir KR-inga á 73. mínútu. Eftir markið voru Eyjamenn betri og áttu nokkrar ágætar tilraunir. �?egar tíu mínútur voru eftir af leiknum var mikil barningur í teig KR-inga sem endaði með því að Avni Pepa átti skot að marki KR sem hafnaði að því virtist í hönd varnarmanns KR og vildu leikmenn ÍBV fá dæmda vítaspyrnu. Mikil hiti var í leikmönnum beggja liða en dómari leiksins var ekki með tök á leiknum og munaði minnstu að upp úr syði. Niðurstaðan 1-1 jafntefli sem gæti reynst dýrmætt í komandi baráttu. Heilt yfir fínn leikur þar sem sigurinn hefði getað endað beggja megin.