Strákarnir í ÍBV léku sinn síðasta heimaleik í Olís-deildinni, fyrir úrslitakeppnina, í gærkvöldi er þeir tóku á móti Haukum.
Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu frá upphafi til enda. Á fyrsti mínútum leiksins fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson að líta rauða spjaldið fyrir að skella Daníel Erni Griffin í gólfið sem var fluttur á sjúkrahús til skoðunar vegna gruns um heilahristing. Eftir rauða spjaldið tóku Haukar völdin á vellinum og leiddu 13-17 í hálfleik.
Haukar náðu mest fimm marka forystu. Eyjamenn hrukku þá í gang og náðu að jafna á 48. mínútu 23-23. Jafnt var á öllum tölum það sem eftir lifði leik. Kristján Örn Kristjánsson var hársbreidd frá því að næla í öll stigin með aukakasti á síðustu mínútu en boltinn endaði í slánni. 27-27 jafntefli varð því niðurstaðan og möguleikinn á fjórða sætinu og heimaleikjaréttinum í úrslitum því úr sögunni. Með sigrinum tryggðu hins vegar Haukar sér Deildarmeistaratitilinn.
Þeir Fannar Þór Friðgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson voru markahæstir í liði Eyjamanna með sjö mörk hvor. Aðrir markaskorarar voru Hákon Daði Styrmisson – 6 / 3, Sigurbergur Sveinsson – 2, Dagur Arnarsson – 2, Friðrik Hólm Jónsson – 1, Magnús Stefánsson – 1 og Kári Kristján Kristjánsson – 1. Björn Viðar Björnsson varði 9 skot í markinu.
ÍBV mætir svo Fram í lokaumferð Olís-deildarinnar á sunnudaginn kl. 19.30 þá kemur í ljós hverja þeir fá sem mótherja í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst