Eyjamenn heimsóttu Aftureldingu í Mosfellsbæinn í gær. Bæði þessi lið komu upp í Bestu deildina sl. haust. Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik kom betri kafli í þeim síðari og voru Eyjamenn nálægt því að skora í nokkur skipti. Áttu meðal annars stangarskot. Þar var að verki Omar Sowe. Hann fékk aftur mjög gott færi í uppbótartíma en hann hitti ekki á rammann.
Leikurinn endaði markalaus og liðin skiptu með sér stignum. Næsti leikur hjá ÍBV er á skírdag er liðið mætir Víking Reykjavík í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar. Leikið verður í Eyjum, nánar tiltekið á Þórsvelli.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst