Jakob Möller segir takk og bless eftir 52 ár í VSV og Fiskiðjunni
28. júlí, 2022

 Ég ákvað í vetur að láta staðar numið núna í sumar og stend við það. Nú er komið að þeim tímamótum og ég ætla að byrja á því að taka mér gott frí. Föst vinna verður að baki en ég útiloka ekki að láta sjá mig hér aftur tímabundið í vinnugalla. Ef Vinnslustöðina sárvantar mann til að hlaupa í skarðið í loðnu og makríl á næsta ári þá mæti ég. Auðvitað! Enda er alltaf gaman á vertíð.

Jakob Möller er Hafnfirðingur að uppruna. Hann kom hingað til Eyja fyrst sem peyi að sumarlagi 10 ára gamall og flutti svo alveg með móður sinni árið 1969, 16 ára gamall. Þá varð hann fljótlega sumarstarfsmaður í Vinnslustöðinni.

Eftir gos, 1974, varð Jakob fastráðinn starfsmaður Vinnustöðvarinnar og hefur unnið þar allar götur síðan þá ef frá er skilinn skammur tími í Fiskiðjunni. Þetta eru því orðin liðlega 52 ár – heill starfsaldur – og mestallur tíminn í sama fyrirtækinu, Vinnslustöðinni!

„Ég hef unnið í öllum deildum Vinnslustöðvarinnar í landi og verið þar verkstjóri. Laust fyrir aldamótin tók ég við starfi móttökustjóra og bætti síðar við mig verkstjórn í saltfiskvinnslunni. Þegar skipaafgreiðsla var stofnuð á vegum Hafnareyrar, dótturfélags VSV, varð ég verkstjóri þar en áfram á launaskrá hjá Vinnslustöðinni.

Vinnudagarnir eru alltaf langir og oftar en ekki hef ég unnið líka um helgar. Enginn endist þannig áratugum saman nema hafa gaman af því sem hann gerir og að vera á vinnustað þar sem viðkomandi líður vel. Hvoru tveggja á við mig og hvers vegna hefði ég þá átt að flytja mig um set á vinnumarkaði?“

Þjóðhátíð um helgina? Nei!

Þegar nú Jakob vaknar og fer á kreik að morgni sunnudagsins 31. júlí 2022 hlýtur tilfinningin að verða sérstök því þá rennur upp síðasti vinnudagurinn hans.

– Þú verður sem sagt fjarri góðu gamni í Herjólfsdal um helgina. Ætlarðu ekki að mæta á þjóðhátíð?

„Nei! Vinnslustöðin heldur áfram að veiða og vinna makríl hvað svo sem þjóðhátíð líður og síðasta vaktin mín er á sunnudaginn. Ég skila mínu þá eins og hingað til. Síðan kveð ég bara og held heim á leið.“

– Svo vill til að einmitt á sunnudaginn kemur stíga rokkararnir í Rolling Stones á svið í Stokkhólmi, allir í framlínunni komnir langt fram á efri ár. Jaggerinn varð 79 ára á þriðjudaginn var. Hann er tíu árum eldri en þú og hamast enn …

„Hann eldist vel, karlinn, en hefur tæplega þurft að púla mikið líkamlega um dagana.  Vaktirnar mínar voru yfirleitt frá því klukkan sex á morgnana til fimm síðdegis en ég lét það nánast aldrei duga og bætti jafnvel við nokkrum klukkutímum.

Í janúar 2023 verð ég sjötugur og hefði getað unnið hér lengur en ákvað sjálfur að segja stopp. Ég var alla vega ekki rekinn, svo mikið er víst!

Jagger má hamast á sviðinu áfram mín vegna og það fram á níræðisaldurinn en ég ætla að tóna niður tilveruna.“

Gegnheill Man United-stuðningsmaður

– Er Gaflarataug fyrirfinnanleg í þér eftir að hafa búið í Vestmannaeyjum frá unglingsaldri?

„Já, já. Mér þykir vænt um Hafnarfjörð en alveg sérstaklega um Knattspyrnufélagið Hauka, félagið mitt frá fyrri tíð. ÍBV er samt alltaf númer eitt, að sjálfsögðu.

Svo vil ég endilega koma Manchester United að líka. Ég er gegnheill United-maður og horfi á alla leiki liðsins. Gengi liðsins hefur vissulega verið upp og ofan undanfarin ár en nú horfi ég til bjartari tíma með nýja hollenska knattspyrnustjórann Erik ten Hag í fararbroddi. Ég hef tröllatrú á honum. Erik er fyrsti stjórinn eftir að Alex Ferguson hætti sem ég treysti og trúi að muni sveifa Manchester United-liðið almennilega í gang og hefja nýtt gullaldarskeið þess.“

– Þú hefur vasast nokkuð í pólitík og varst um skeið formaður Alþýðubandalagsfélags Vestmannaeyja. Hvað varð um þig pólitískt þegar flokkurinn var lagður niður, ertu vinstri-grænn?

„Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum var aldrei lagt niður, það er nú heila málið! Við höldum hópinn nokkrir félagar og köllum okkur Alþýðubandalag. Þetta er eina almennilega stjórnmálaaflið í Vestmannaeyjum en hefur ekki hátt. Við erum til dæmis hlutlausir gagnvart bæjarpólitíkinni í Vestmannaeyjum.“

Dyggir fjáröflunarmenn fyrir Getspá/Getraunir

– Það lifir nú enginn á Alþýðubandalaginu og Manchester United einu saman eftir að starfsferlinum lýkur. Meira hlýtur til að koma.

„Þá skal ég nefna Nei-hópinn okkar félaga sem höfum hist í aldarfjórðung til að tippa á úrslit fótboltaleikja hjá Getspá/Getraunum. Það er fastur og ómissandi liður í tilverunni.“

– Eruð þið getspakir og kannski orðnir milljónar með því að tippa?

„Nei. Þá sögu skal segja eins og hún er. Við höfum ekki unnið nokkurn skapaðan hlut sem tekur að nefna öll þessi ár. Starfseminni fylgir hins vegar ánægja og vissulega útgjöld en þau eru fyllilega þess virði.

Getspá/Getraunir ættu reyndar að heiðra okkur sérstaklega fyrir að vera svona staðfastur og ábyggilegur styrktar- og fjáröflunarhópur fyrir getraunastarfsemina í landinu!“

– Jakob Möller kveður en ekki er þar með sagt að Vinnslustöðin sitji eftir Möllerslaus eða hvað?

„Aldeilis ekki. Ég á tvö börn sem starfa hér og eru nánast uppalin í Vinnslustöðinni. Marta Möller er verkstjóri í botnfiskvinnslunni og Pálmar Möller starfar við löndun á vegum Hafnareyrar. Þau halda ættarmerkinu áfram hátt á lofti.“

Bjargvætturinn Binni

– Ertu lukkulegur með starfsferilinn þegar honum lýkur?

„Já, það er ég svo sannarlega. Ég kveð Vinnslustöðina afar sáttur og mjög ánægður með fyrirtækið, þróun þess og stöðu. Stjórnendurnir eru hæfileikaríkt fólk og Vinnslustöðin á bara eftir að braggast og eflast enn frekar. Siglingin getur ekki orðið annað en farsæl hér eftir sem hingað til með Binna framkvæmdastjóra í brúnni.

Ég segi það satt, og vil að þú skrifir eftir mér, að það var mikið lán fyrir Vestmannaeyjar að hafa fengið Sigurgeir B. Kristgeirsson – Binna hingað á sínum tíma. Ég hef oft leitt að því hugann hvar Vinnslustöðin væri stödd ef svo eldklár og duglegur maður hefði ekki tekið við stjórnartaumum þegar fyrirtækið lá í raun á hliðinni um aldamótin. Með honum starfaði Stefán Friðriksson sem aðstoðarframkvæmdastjóri fyrstu árin. Svo fór hann til Ísfélagsins og nýir stjórnendur voru ráðnir.

Vinnslustöðin nýtur þess að hafa gott starfsfólk og öflugt stjórnendateymi. Hún er flott og vel rekið fyrirtæki sem ég hef mikla trú á að verði enn styrkari stoð byggðarlagsins um ókomin ár.

Ég þakka kærlega fyrir mig og óska Vinnslustöðinni alls góðs og velfarnaðar.“

Jakobi var haldið kveðjusamsæti í matsal Vinnslustöðvarinnar í morgun (fimmtudag). Framkvæmdastjórinn leysti hann út með gjöfum í fljótandi og föstu formi og í gestahópnum voru líka fyrrverandi samstarfsmenn Jakobs í Vinnslustöðinni. Á myndum Lilju B. Arngrímsdóttur hér fyrir neðan má til að mynda kenna Stefán Friðriksson og Viðar Elíasson.

Af heimasíðu Vinnslustöðvarinnar, vsv.is þar sem er að finna fleiri myndir.

Á myndinni er Jakob með núverandi og fyrrverandi samstarfsmönnum. Sindri, Stefán, Viðar, Jakob og Binni.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.